John McCain, forsetaefni bandarískra repúblíkana, hefur hafnað stuðningi predikarans John Hagee frá Texas eftir að birtar voru tilvitnanir í hann þar sem hann segir m.a. að Hitler hafi verið gjöf Guðs til gyðinga gefin með það að markmiði að þeir gætu komist til fyrirheitna landsins. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.