18 ára leikari stunginn til bana

18 ára piltur, sem hafði nýlokið við að leika í væntanlegri kvikmynd um Harry Potter, var stunginn til bana í átökum, sem brutust út í krá í Lundúnum í nótt. Þrír aðrir karlmenn voru fluttir á sjúkrahús eftir átökin.

Að sögn Sky sjónvarpsstöðvarinnar hafði pilturinn, Rob Knox, fengið hlutverk í myndinni Harry Potter And The Half-Blood Prince, ekki hefur enn verið sýnd. Hann lék hlutverk skóladrengs í Hogwarts galdraskólanum. 

21 árs gamall karlmaður og 16 ára piltur hlutu alvarlega áverka í átökunum en annar 21 árs karlmaður hlaut sár á andliti. Hann er í haldi lögreglu, grunaður um manndráp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert