Búið að stöðva olíuleka í borpalli

Olíuborpallurinn Stadfjord A í dag.
Olíuborpallurinn Stadfjord A í dag. mynd/StatoilHydro

Búið er að stöðva olíuleka í borpallinum Statfjord A í Norðursjó og einnig hefur verið hætt að dæla olíumenguðu vatni í sjóinn. StatoilHydro segir, að búið sé að ná tökum á ástandinu og tryggja öryggi starfsmanna á pallinum. Ekki er lengur talin hætta á gassprengingu.

Um 1200 rúmmetrum af olíublönduðu vatni var dælt í sjóinn úr pallinum snemma í morgun en StatoilHydro segir, að olíumengun í sjónum sé hverfandi. Hins vegar sé þunn  olíuslikja á hafinu umhverfis pallinn og verið sé að gera ráðstafanir til að fjarlægja hana.

217 manns voru á pallinum þegar olíuleka varð vart í einum stólpanum snemma í morgun. 156 manns voru fluttir til tveggja nærliggjandi palla og voru sérstakar viðbragðssveitir kallaðar út.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert