Búið að stöðva olíuleka í borpalli

Olíuborpallurinn Stadfjord A í dag.
Olíuborpallurinn Stadfjord A í dag. mynd/StatoilHydro

Búið er að stöðva olíuleka í bor­pall­in­um Statfjord A í Norður­sjó og einnig hef­ur verið hætt að dæla ol­íu­menguðu vatni í sjó­inn. Statoil­Hydro seg­ir, að búið sé að ná tök­um á ástand­inu og tryggja ör­yggi starfs­manna á pall­in­um. Ekki er leng­ur tal­in hætta á gasspreng­ingu.

Um 1200 rúm­metr­um af olíu­blönduðu vatni var dælt í sjó­inn úr pall­in­um snemma í morg­un en Statoil­Hydro seg­ir, að ol­íu­meng­un í sjón­um sé hverf­andi. Hins veg­ar sé þunn  ol­íuslikja á haf­inu um­hverf­is pall­inn og verið sé að gera ráðstaf­an­ir til að fjar­lægja hana.

217 manns voru á pall­in­um þegar olíuleka varð vart í ein­um stólp­an­um snemma í morg­un. 156 manns voru flutt­ir til tveggja nær­liggj­andi palla og voru sér­stak­ar viðbragðssveit­ir kallaðar út.
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka