Lítið gert úr friðarvilja Ísraela

Khaled Mashaal, leiðtogi Hamas-samtakanna, með utanríkisráðherra Írans, Manouchehr Mottaki, eftir …
Khaled Mashaal, leiðtogi Hamas-samtakanna, með utanríkisráðherra Írans, Manouchehr Mottaki, eftir fund þeirra í Teheran í dag. AP

Khaled Meshal, einn æðsti yfirmaður palestínsku Hamas samtakanna, segir að Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels sé ekki nógu sterkur leiðtogi til að taka þau skref sem nauðsynleg séu til að friðarsamningar náist á milli Ísraela og Sýrlendinga. Þetta kemur fram á réttavef Ha’aretz. 

Meshal sagði á blaðamannafundi með Manochehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans, að rétt væri að taka yfirlýsingum umfriðarviðræður þjóðanna af mikilli varfærni þar sem það hljóti að teljast mjög ólíklegt að Ísraelar fallist á  þá grundvallarkröfu Sýrlendinga að þeir skili þeim Gólanhæðunum. 

„Þetta eru innantómar tilfæringar og leikur að samningatækni,” sagði hann. „Þetta er vel þekktur leikur og auk þess mun veik staða Olmerts koma í veg fyrir að hann taki slíkt skref."  

Það hefur vakið athygli fréttaskýrenda að Meshal, líkt og aðrir sem gert hafa lítið úr fréttum af viðræðunum, minntist ekki á þátt Sýrlendinga í málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert