Ósáttur við viðræður Ísraela og Sýrlendinga

Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti í mars.
Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti í mars. Reuters

Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti er sagður eiga erfitt með að leyna því hversu undrandi og vonsvikinn hann er vegna friðarviðræðna Ísraela og Sýrlendinga. Er hann sagður líta á þær sem svik Sýrlendinga við Írana. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz. 

Ónefndir íranskir embættismenn greina frá þessu í viðtali við blaðið al-Sharq al-Awsat, sem gefið er út í London. Segja þeir forsetann hafa frétt af viðræðum ríkjanna viku fyrir nýlega heimsókn utanríkisráðherra Sýrlanda til Tehran. 

Mun þjóðaröryggisráð Írana stefna að því að svara bréfi Sýrlendinga, þar sem vísað er til viðræðnanna, innan skamms og hefur fréttaveitum og opinberum vefsíðum í Íran verið bannað að minnast á viðræðurnar að svo stöddu. 

Áður hafði ísraelskur embættismaður staðhæft að viðræðurnar myndu veikja mjög stöðu Írana í heimshlutanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert