Leiðtogi uppreisnarmanna í Kólumbíu látinn

Kólumbíski herinn segir, að leiðtogi stærstu samtaka uppreisnarmanna í landinu, FARC, sé látinn. Var hann sagður hafa fallið í sprengjuárás hersins í mars. En samtökin sögðu í dag, að hann hafi látist af hjartaáfalli.

Manuel Marulanda hét hann, og var leiðtogi FARC frá stofnun samtakanna 1964. Fréttaskýrendur telja að fráfall hans geti jafnvel orðið til þess að samtökin leysist upp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert