Bætt tengsl milli Kína og Taívan

Wu Poh-hsiung.
Wu Poh-hsiung. POOL

Formaður ríkjandi stjórnmálaflokksins í Taívan Wu Poh-hsiung mun heimsækja Kína í sex daga og hitta þjóðarleiðtoga. Þykir þetta enn eitt dæmið um að betra samband sé að myndast milli landanna. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. 

Poh-hsiung er fyrsti leiðtogi stjórnmálaflokks í Taívan sem heimsækir Kína síðan árið 1949. Ma Ying-jeou sór embættiseið sem forseti Taívan 20 maí sl. og vill hann bæta tengsl landsins við Kína. Hann vill að „kafli friðar“ taki nú við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert