Góður andi á upplýsingafundi

Mikið fjölmenni er á kynningarfundinum á Akranesi.
Mikið fjölmenni er á kynningarfundinum á Akranesi. mbl.is/Árni Sæberg

Nokkur hundruð manns sóttu upplýsingafund um komu flóttamanna til Akraness í Tónbergi. Fundinum lauk fyrir skömmu og var að sögn blaðamanns Morgunblaðsins almenn ánægja með fundinn og einungis einn eða tveir menn með efasemdir um komu 30 flóttamanna.

Á heildina litið voru allir sem fundinn sóttu ánægðir með framtakið og bíða að sögn spenntir eftir að taka á móti flóttamönnum. Fólk spurði hvar það gæti skráð sig til að gerast stuðningsfjölskyldur.

„Þessi viðbrögð komu mér ekki á óvart," sagði Gísli Einarsson og bætti því við að hann þekkti sitt heimafólk.

Að fundinum stóðu félags- og tryggingamálaráðuneytið, Akraneskaupstaður og Rauði Kross Íslands.  Þar gafst Akurnesingum og öðrum sem vildu kynna sér málefni flóttamanna kostur á að mæta og kynna sér málið frá fyrstu hendi.

Öllum spurningum var svarað og fólk þakkaði sérstalega fyrir upplýstan og góðan fund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert