Góður andi á upplýsingafundi

Mikið fjölmenni er á kynningarfundinum á Akranesi.
Mikið fjölmenni er á kynningarfundinum á Akranesi. mbl.is/Árni Sæberg

Nokk­ur hundruð manns sóttu upp­lýs­inga­fund um komu flótta­manna til Akra­ness í Tón­bergi. Fund­in­um lauk fyr­ir skömmu og var að sögn blaðamanns Morg­un­blaðsins al­menn ánægja með fund­inn og ein­ung­is einn eða tveir menn með efa­semd­ir um komu 30 flótta­manna.

Á heild­ina litið voru all­ir sem fund­inn sóttu ánægðir með fram­takið og bíða að sögn spennt­ir eft­ir að taka á móti flótta­mönn­um. Fólk spurði hvar það gæti skráð sig til að ger­ast stuðnings­fjöl­skyld­ur.

„Þessi viðbrögð komu mér ekki á óvart," sagði Gísli Ein­ars­son og bætti því við að hann þekkti sitt heima­fólk.

Að fund­in­um stóðu fé­lags- og trygg­inga­málaráðuneytið, Akra­nes­kaupstaður og Rauði Kross Íslands.  Þar gafst Ak­ur­nes­ing­um og öðrum sem vildu kynna sér mál­efni flótta­manna kost­ur á að mæta og kynna sér málið frá fyrstu hendi.

Öllum spurn­ing­um var svarað og fólk þakkaði sérsta­lega fyr­ir upp­lýst­an og góðan fund.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert