Hinir grunuðu myrtir af lögreglunni

Fjórir aðilar, sem grunur lék á að hefðu staðið að bankaráni í Manila á Filippseyjum 16 maí sl. þar sem 10 manns létu lífið, voru mögulega teknir af lífi af lögreglunni, segir talsmaður mannréttindasamtaka þar í landi.  

Leila de Lima, fundarstýra nefndar Human Rights í Filippseyjum, segir að líklegt sé að lögreglan hafi tekið af lífi hina grunuðu. Sjónarvottar hafa sagt að þrír mannanna hafi verið óvopnaðir þegar lögreglan skaut þá til bana sl. fimmtudag fyrir framan húsnæði þeirra. Einn sjónarvottur sagði að mennirnir hefðu verið með uppréttar hendur þegar þeir voru skotnir. „Lögreglan hleypti af fleiri skotum eftir að mennirnir höfðu lagst til jarðar,“ sagði Lima og var hún að vitna í frásagnir sjónarvotta.  

Fórnarlömbunum í bankaráninu var stillt upp og þau skotin til bana. Þau fundust á gólfi Rizal bankans í borginni Cabuya sunnan Maníla eftir að viðskiptavinir létu lögreglu vita þegar bankinn opnaði ekki á tilsettum tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert