Að minnsta kosti sex manns létu lífið og á annað þúsund slösuðust í eftirskjálfta sem mældist 6 á Richter sem reið yfir Sichuan sýslu í gær. Um 70.000 hús eyðilögðust og 200.000 önnur skemmdust verulega í héraðinu þar sem um 60.000 manns létust í jarðskjálftanum 12 maí sl.
Alls skemmdust 69 flóðgarðar í skjálftanum 12 maí og yfirvöld hafa varað við flóðhættu en þeir skemmdust talsvert meira í eftirskjálftanum í gær. Alls voru sendir um 2.000 hermenn og löggæslumenn voru sendir á nýmyndað stöðuvatn með sprengiefni til að reyna að breyta farvegi fljóta sem renna í vatnið, að því er fram kemur á fréttavef CNN.