Brúður, brúðgumi og tveir gestir í brúðkaupi þeirra urðu fyrir skotum er ókunnugur árásarmaður hóf skothríð í brúðkaupi í Arkansas í Bandaríkjunum á laugardag. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.
Árásin var gerð við lok brúðkaupsveislunnar og urðu fimmtíu manns, þar af fjölmörg börn, vitni að henni. Brúðkaupsgestir eltu árásarmanninn uppi eftir árásina og héldu honum föngnum uns lögregla kom á vettvang.
Ekki hefur verið greint frá því hversu alvarlega slasað fólkið er.