Skaut brúðhjónin

Brúður, brúðgumi og tveir gest­ir í brúðkaupi þeirra urðu fyr­ir skot­um er ókunn­ug­ur árás­armaður hóf skot­hríð í brúðkaupi í Ark­ans­as í Banda­ríkj­un­um á laug­ar­dag. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Sky. 

Árás­in var gerð við lok brúðkaups­veisl­unn­ar og urðu fimm­tíu manns, þar af fjöl­mörg börn, vitni að henni. Brúðkaups­gest­ir eltu árás­ar­mann­inn uppi eft­ir árás­ina og héldu hon­um föngn­um uns lög­regla kom á vett­vang.  

Ekki hef­ur verið greint frá því hversu al­var­lega slasað fólkið er.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert