Vægar tekið á fæðingu barna í Kína

Fjöldi barna er munaðarlaus eftir jarðskjálftann í Kína.
Fjöldi barna er munaðarlaus eftir jarðskjálftann í Kína. Reuters

Stjórn­völd í Kína hafa ákveðið að heim­ila fólki að eign­ast fleiri en eitt barn í kjöl­far jarðskjálft­ans sem reið yfir Sichuan-hérað fyr­ir tveim­ur vik­um. Verður for­eldr­um sem annað hvort misstu börn sín eða  slösuðust í skjálft­an­um veitt heim­ild til þess að eign­ast annað barn.

Fjöldi barna lést í jarðskjálft­an­um og í flest­um til­vik­um var um einka­börn að ræða þar sem stjórn­völd í Kína settu lög um það á átt­unda ára­tug síðustu ald­ar að tak­marka barneign­ir við eitt barn með fá­ein­um und­an­tekn­ing­um. Var þetta gert til þess að reyna að draga úr fólks­fjölg­un í land­inu og tryggja börn­um betri mennt­un og heil­brigðis­kerfi. Stjórn­völd segja að með þessu hafi tek­ist að koma í veg fyr­ir fæðingu 400 millj­ón nýbura. And­stæðing­ar lag­anna segja á móti að lög­in hafi valdið því að ólög­leg­ar fóst­ur­eyðing­ar hafi auk­ist og ójafn­vægi milli  fjölda drengja og stúlkna í land­inu.

Pör sem hafa eign­ast fleiri en eitt barn hef­ur verið refsað með sekt­um en sam­kvæmt til­kynn­ingu frá stjórn­völd­um nú kem­ur fram að ekki þurfi að greiða sekt fyr­ir börn sem fædd eru utan „kvóta"  og lét­ust í skjálft­an­um. Hins veg­ar verði sekt­ir sem búið var að greiða ekki end­ur­greidd­ar. Ef for­eldr­ar misstu barn í skjálft­an­um sem er fætt inn­an „kvót­ans" en eigi eft­ir­lif­andi barn sem er fætt utan „kvóta", þá geti for­eldr­arn­ir skráð barnið sem „lög­legt" barn með til­heyr­andi rétt­ind­um, svo sem ókeyp­is skóla­göngu.

Marg­ir Kín­verj­ar hafa lýst yfir áhuga á að ætt­leiða munaðarlaus börn eft­ir skjálft­ann og verða sam­kvæmt til­kynn­ingu stjórn­valda eng­ar kvaðir sett­ar á hve mörg börn hver fjöl­skylda má ætt­leiða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert