Börn kynferðislega misnotuð

mbl.is

Liðsmenn friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna og hjálparsamtaka hafa beitt börn kynferðislegu ofbeldi og eru sum barnanna einungis sex ára gömul.

Fólkið, sem sent er á vettvang til að aðstoða börn í löndum þar sem styrjöldum er nýlega lokið, er að misnota þau, segja hjálparsamtökin Save the Children. Eftir að hafa framkvæmt rannsóknir á Fílabeinsströndinni, í Súdan og á Haítí mæla hjálparsamtökin með því að haft sé eftirlit með þessari þróun mála. Sameinuðu þjóðirnar segjast fagna rannsókninni og að hún verði skoðuð gaumgæfilega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert