Fréttaskýrendur í Bandaríkjunum velta því nú fyrir sér hvernig á því standi að Hillary Rodham Clinton sem fyrir ári síðan þótti langlíklegust til að verða forsetaefni bandarískra demókrata í forsetakosningunum í nóvember missti forskot sitt í baráttunni við Barack Obama. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
Sjálf er hún sögð sannfærð um að þegar allt komi til alls megi rekja það til þess að hún sé kona og bendir í því sambandi á að oft hafi kosningaræður hennar verið truflaðar með skammaryrðum um konur og frammíköllum á borð við; Farðu heim og straujaðu skyrturnar mínar.Aðrir segja ástæðuna hins vegar vera þá að hún og samstarfsfólk hennar hafi ekki haft neitt varaplan til að grípa til þegar ljóst varð að aðalplan þeirra gengi ekki upp