Kerstin Fritzl vöknuð úr dái

Hluti af veggspjaldi sem Elisabeth og börn hennar létu hengja …
Hluti af veggspjaldi sem Elisabeth og börn hennar létu hengja upp í heimabæ sínum Amstetten. Reuters

Kerstin Fritzl, 19 ára dóttur austurrísku konunnar Elisabeth Fritzl, er vöknuð úr dái sem hún hefur legið í frá því hún var flutt á sjúkrahús fyrir mánuði. Kerstin er elst af sjö börnum sem Elisabeth Fritzl eignaðist með Josef föður sínum í neðanjarðarbyrgi þar sem henni var haldið fanginni í 24 ár.

Kerstin fæddist í byrginu og kom ekki út undir bert loft fyrstu 19 æviár sín. Hún veiktist alvarlega og leiddi það til þess að Josef Fritzl lét vita að hann ætti aðra fjölskyldu í kjallaranum.

Blaðið Daily Mirror hefur eftir heimildarmanni, sem tengist Fritzl fjölskyldunni, að Elisabeth og fjölskylda hennar séu afar ánægð með að Kerstin skuli komin til meðvitundar. Hins vegar geti enn brugðið til beggja vona og ljóst sé að stúlkan verði rúmliggjandi lengi. 

Heimildarmaðurinn segir að Kerstin hafi ekki talað enn en bregðist við snertingu. Ekki er ljóst af hvaða sjúkdómi hún þjáist. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka