Talsmaður Barack Obama sagði í dag að frambjóðandinn hafi gert mistök þegar hann sagði að ömmubróðir hans hafi tekið þátt í að frelsa fanga úr dauðabúðum nasista í Auschwitz eftir seinni heimsstyrjöldina.
Obama hafði í gær sagt að frændi hans hafi verið meðal fyrstu Bandaríkjamanna sem náðu til Auschwitz. En þeir sem þekkja söguna vita að það voru herlið Sovétlýðveldisins sem frelsuðu eftirlifendur í Auschwitz í Póllandi.
Obama nefndi rangar útrýmingarbúðir en staðfest hefur verið að bróðir langömmu hans, Charlie Payne, tók þátt í að frelsa fanga úr Buchenwald í apríl 1945. Hann tilheyrði 89. herliði Bandaríkjamanna.
Gagnrýnisraddir höfðu heyrst um réttmæti fyrri fullyrðingarinnar.