Tekinn með 154 kg af kókaíni

Kókaín
Kókaín AP

Ítalska lögreglan handtók í gær fyrrum dyravörð í næturklúbbi með 154 kg af kókaíni. Er talið að söluverð kókaínsins sé um 20 milljónir evra, 2,3 milljarðar króna. Maðurinn sem var handtekinn er á skilorði fyrir tilraun til manndráps. Lögregla handtók manninn á þjóðveginum milli Rómar og alþjóðaflugvallarins Fiumicino og þurfti að beita skotvopnum til að stöðva för hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert