Flóttamannabúðum komið upp

Reuters.

Sjö flóttamannabúðum verður komið upp í Suður Afríku fyrir erlenda farandverkamenn í kjölfar ofbeldisverkanna sem beinst hafa gegn erlendum ríkisborgurum.  Búðirnar munu hýsa allt að 70.000 manns.

Þau skýli sem fólk hefur þegar haft aðgang að þykja heilsuspillandi og er verið að reyna að bæta úr því ástandi.  Þessi ákvörðun stjórnvalda er tekin í óþökk ýmissa virtra hjálparsamtaka. Er það skoðun hjá þeim að stjórnvöld séu ekki í stakk búin að stjórna flóttamannabúðunum. Samtökin Læknar án landamæra vill meina meina að aðstæður fari versnandi í þeim skýlum sem fólk hefur þegar aðgang að.   

Talið er að um 80.000 þurfi á skjóli að halda. Alls hafa 56 manns látist síðan átökin hófust fyrir um hálfum mánuði síðan, að því er fram kemur á fréttavef BBC.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert