Herliði sigað á sjóræningja

Sjóræningjarnir um borð í MV Amiya Scan eiga von á …
Sjóræningjarnir um borð í MV Amiya Scan eiga von á heimsókn sem þessari. Reuters

Yf­ir­völd í Punt­land-héraði í Sómal­íu sendu í dag vopnað lið til að freista þess að ná á sitt vald hol­lensku vöru­flutn­inga­skipi sem skráð er í Panama úr hönd­um sjó­ræn­ingja sem náðu skip­inu á sitt vald um síðustu helgi.

Skipið heit­ir MV Amiya Scan en um borð eru fjór­tán manna áhöfn frá Rússlandi og Fil­ipps­eyj­um. Staðfest hef­ur verið að herlið hef­ur verið sent til að frelsa skipið úr hönd­um sjó­ræn­ingja og hafa yf­ir­völd ít­rekað við eig­end­ur skips­ins að greiða ekki lausn­ar­gjald og segja að stór hluti vand­ans sé hversu fljótt og auðveld­lega fyr­ir­tæki reiði fram lausn­ar­gjald til sjó­ræn­ingja á þess­um slóðum.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka