Herliði sigað á sjóræningja

Sjóræningjarnir um borð í MV Amiya Scan eiga von á …
Sjóræningjarnir um borð í MV Amiya Scan eiga von á heimsókn sem þessari. Reuters

Yfirvöld í Puntland-héraði í Sómalíu sendu í dag vopnað lið til að freista þess að ná á sitt vald hollensku vöruflutningaskipi sem skráð er í Panama úr höndum sjóræningja sem náðu skipinu á sitt vald um síðustu helgi.

Skipið heitir MV Amiya Scan en um borð eru fjórtán manna áhöfn frá Rússlandi og Filippseyjum. Staðfest hefur verið að herlið hefur verið sent til að frelsa skipið úr höndum sjóræningja og hafa yfirvöld ítrekað við eigendur skipsins að greiða ekki lausnargjald og segja að stór hluti vandans sé hversu fljótt og auðveldlega fyrirtæki reiði fram lausnargjald til sjóræningja á þessum slóðum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert