Ljón átu starfsmann

Sex ljón átu starfsmann nánast upp til agna þegar hann færði þeim vatn að drekka. Einungis skildu ljónin eftir fingur og innyfli eftir að þau höfðu lokið sér af.   

Ljónin, sem voru í búri, réðust að 49 ára gömlum manni í gær er hann fór inn í búr þeirra til að færa þeim drykkjarvatn. Atvikið átti sér stað á býli sem kallast Uitspan og er í Suður Afríku en þar eru ljón til sýnis fyrir ferðamenn. Starfsmaðurinn hafði unnið á býlinu í tvö ár. Engin vitni voru að árásinni.   

Enn á eftir að ákveða hvað gera eigi við ljónin.   
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert