Rice á leið til Íslands

Bandarískir hermenn skammt frá Kerbala í Írak.
Bandarískir hermenn skammt frá Kerbala í Írak. Reuters

Ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, Condo­leezza Rice hvatti í dag þjóðir heims til að flýta fyr­ir aðstoð og þró­un­ar­hjálp til Íraks og nota tæki­færið nú er ör­ygg­is­mál­in í Írak eru að henn­ar sögn að kom­ast í jafn­vægi.

Hún sagði að það væri þörf fyr­ir aðstoð á sviði land­búnaðar og rækt­un­ar og upp­bygg­ingu hús­næðis í land­inu.

Rice lét þessi orð falla á alþjóðlegri ráðstefnu um mál­efni Íraks í Stokk­hólmi og sagði að nú væri ekki leng­ur hægt að nota óstöðug­leika sem af­sök­un fyr­ir að standa ekki við gef­in lof­orð um þró­un­araðstoð.

Rice á leið til Íslands

Rice sem mun halda til Íslands á föstu­dag­inn kem­ur og ræða hér við Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra og Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dótt­ur ut­an­rík­is­ráðherra á meðan dvöl henn­ar stend­ur.

Í Stokk­hólmi deildi hún einnig á stefnu Írans í kjarn­orku­mál­um og sagði að Íran þyrfti að svara fyr­ir dökka skýrslu alþjóða kjarn­orku­mála­stofn­un­ar­inn­ar þar sem kem­ur fram að Íran hafi ekki sýnt sam­starfs­vilja við gerð skýrsl­unn­ar.

Rice sagðist hafa veru­leg­ar áhyggj­ur af því að Íran væri að fela upp­lýs­ing­ar fyr­ir kjarn­orku­mála­stofn­un­inni og að Íran væri að ögra Sam­einuðu Þjóðunum sem krefðust þess að fá upp­lýs­ing­ar um starf­semi Írans á sviði auðgun­ar úr­ans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka