Samningur um bann á klasasprengjum

Börnum í Líbanon kennt að forðast ósprungnar klasasprengjur.
Börnum í Líbanon kennt að forðast ósprungnar klasasprengjur. Reuters

Ríf­lega eitt hundrað þjóðir hafa kom­ist að sam­komu­lagi um að und­ir­rita samn­ing um bann á þeirri hönn­un á klasa­sprengj­um sem nú viðgengst. Starfs­menn úr ut­an­rík­isþjón­ust­um fjöl­margra landa samþykktu á ráðstefnu í Dublin á Írlandi að styðja bann við þess­um vopn­um.

Helstu fram­leiðend­ur og þau lönd sem eiga hvað mesta magnið af klasa­sprengj­um í vopna­búr­um sín­um eru hins veg­ar mót­fall­in bann­inu, þar á meðal eru Banda­rík­in, Rúss­land og Kína.

Frétta­vef­ur BBC til­kynnti að Bret­ar hafi til­kynnt að þeir myndu taka sín­ar klasa­sprengj­ur úr um­ferð.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert