Þráðbeini turninn í Písa?

Mynd þessi var tekin 1999 er vinna hófst við að …
Mynd þessi var tekin 1999 er vinna hófst við að rétta turninn við. Reuters

Hinn frægi skakki turn í Písa hef­ur hætt að hall­ast í fyrsta sinn í 800 ára sögu sinni. Verk­fræðing­ar sem hafa unnið að þriggja millj­arða króna verk­efni segja að turn­inn eigi ekki að hagg­ast næstu 200 til 300 árin.

Það tók verk­fræðiteymið 9 ár að stöðva hall­ann og fjar­lægðu þeir um 70 tonn af jarðvegu und­an norður­hlið turns­ins til að ná tak­marki sínu.

Turn­inn tók þá til við að rétta sig af og hélt hann því áfram eft­ir að jarðvegs­vinnu lauk en nú sjö árum síðar hef­ur turn­inn rétt sig við sem nem­ur 48 sentí­metr­um og sam­kvæmt há­tækni nem­um í jarðveg­in­um und­ir turn­in­um er hann gjör­sam­lega staðnaður.

Skakk­asti turn­inn er nú sam­kvæmt frétta­vef BBC kirkjut­urn lít­ill­ar sókn­ar­kirkju í Þýskalandi.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert