Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísrael, ætlar ekki að segja af sér, þrátt fyrir að einn af hans megin bandamönnum hafi óskað eftir því að hann léti af embætti. „Ég ætla ekki að gefast upp, og mun halda mínum skyldum áfram " sagði Olmert.
Ehud Barak, varnarmálaráðherra Ísrael, hótaði því í gær að Verkamannaflokkurinn myndi hverfa frá ríkisstjórninni ef Olmert segði ekki af sér eða viki úr embætti á meðan á rannsókn um meinta spillingu hans stendur yfir.
Olmert neitar ásökunum um að hafa tekið við mútum.