Einkennileg hegðun hafsins við Færeyjar

Hvannasund í Færeyjum. Myndin er tekin af vef sveitarfélagsins.
Hvannasund í Færeyjum. Myndin er tekin af vef sveitarfélagsins.

Einkennileg flóðbylgja varð í Hvannasundi á Viðey í Færeyjum síðdegis í gær. Að sögn færeyska útvarpsins gekk sjórinn skyndilega á land og er talið að bylgjan hafi verð allt að 3 metra há. Síðan sogaðist sjórinn út á ný og stóðu bátar þá á þurru landi og fiskur spriklaði í fjörunni. 

Útvarpið hefur eftir íbúum í Hvannasundi, að það hafi aldrei séð svona lagað áður nema í verstu veðrum. Í gær var hins vegar logn og bjartviðri. Flóðbylgjan og útsogið stóðu yfir í um hálfa klukkustund. Engan sakaði og ekki er vitað til að tjón hafi orðið.

Færeyingar velta því fyrir sér, hvort mikið grjóthrun hafi orðið á hafsbotninum og valdið flóðbylgjunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert