Fjarar enn undan Olmert

Tzipi Livni.
Tzipi Livni. Reuters

Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, sagði í dag að Kadimaflokkurinn verði að hefja undirbúning að því að skipta um forsætisráðherra vegna spillingarrannsóknarinnar, sem Ehud Olmert, leiðtogi flokksins og forsætisráðherra, sætir nú.

Livni sagði, að Kadima verði að búa sig undir að ýmislegt gæti gerst, þar á meðal að boðað verði til nýrra kosninga. Flokkurinn geti ekki hunsað nýlega atburði og verði að endurheimta traust almennings.

Livni er helsti keppinautur Olmerts innan flokksins og fyrsti háttsetti embættismaður Kadima sem hvetur til afsagnar hans.

Ehud Barak, leiðtogi Verkamannaflokksins og varnarmálaráðherra, hótaði í gær að draga flokk sinn út úr stjórnarsamstarfinu við Kadimaflokkinn ef Olmert færi ekki frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert