Mótmæli vegna hækkandi eldsneytisverðs víða í Evrópu

Frá mótmælaaðgerðum á Spáni í dag.
Frá mótmælaaðgerðum á Spáni í dag. mbl.is/Arngrímur

Mót­mælaaðgerðir hafa verið víða í Evr­ópu í dag vegna hækk­andi eldsneytis­verðs. Þúsund­ir sjó­manna eru í verk­falli, og sögðu for­menn stétt­ar­fé­laga að all­ur portú­galski fisk­veiðiflot­inn væri í höfn. Á Spáni komu um sjö þúsund sjó­menn sam­an til mót­mæla við land­búnaðarráðuneytið.

Fransk­ir sjó­menn hafa staðið að mót­mælaaðgerðum und­an­farn­ar vik­ur, með þátt­töku belg­ískra og ít­alskra starfs­bræðra. Flutn­inga­bíl­stjór­ar í Bretlandi og Hollandi hafa einnig mót­mælt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert