Myndir nást af óþekktum ættbálki í Brasilíu

00:00
00:00

Ljós­mynd­ir af áður óþekkt­um ætt­bálki inn­fæddra í Amazon skóg­in­um í Bras­il­íu hafa náðst úr lofti. Á mynd­un­um sjást inn­fædd­ir rauðmálaðir með boga og örv­ar, sem þeir beina upp í loft í átt að flug­vél­inni.  Einnig sjást heim­kynni inn­fæddra, kofa með stráþaki, um­kringd­an þétt­um skógi. 

Bras­il­ísk stjórn­völd segj­ast hafa náð mynd­un­um til þess að sýna fram á að ætt­bálk­ur­inn er til og til þess að vernda land þeirra.  Að sögn stjórn­valda ef­ast marg­ir um að áður óþekkt­ir ætt­bálk­ar finn­ist leng­ur í Amazon skóg­in­um, og því sé mik­il­vægt að sýna heim­in­um til­vist þeirra, til þess að koma í veg fyr­ir að þess­ir ætt­bálk­ar deyi út. 

Talið er að um 100 óþekkt­ir ætt­bálk­ar séu til í heim­in­um og að helm­ing­ur þeirra eigi heim­kynni í Amazon skóg­in­um á landa­mær­um Perú og Bras­il­íu.  Mynd­irn­ar náðust á nokkr­um ferðalög­um yfir Acre svæðið í Bras­il­íu, að því er fram kem­ur á frétta­vef BBC.

Indiánarnir gera sig líklega til að kasta spjótum á þyrluna, …
Indi­án­arn­ir gera sig lík­lega til að kasta spjót­um á þyrluna, sem sveim­ar yfir. AP
Meðlimir áður óþekkts ættbálks í Amazon skóginum í Brasilíu.
Meðlim­ir áður óþekkts ætt­bálks í Amazon skóg­in­um í Bras­il­íu. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert