Myndir nást af óþekktum ættbálki í Brasilíu

Ljósmyndir af áður óþekktum ættbálki innfæddra í Amazon skóginum í Brasilíu hafa náðst úr lofti. Á myndunum sjást innfæddir rauðmálaðir með boga og örvar, sem þeir beina upp í loft í átt að flugvélinni.  Einnig sjást heimkynni innfæddra, kofa með stráþaki, umkringdan þéttum skógi. 

Brasilísk stjórnvöld segjast hafa náð myndunum til þess að sýna fram á að ættbálkurinn er til og til þess að vernda land þeirra.  Að sögn stjórnvalda efast margir um að áður óþekktir ættbálkar finnist lengur í Amazon skóginum, og því sé mikilvægt að sýna heiminum tilvist þeirra, til þess að koma í veg fyrir að þessir ættbálkar deyi út. 

Talið er að um 100 óþekktir ættbálkar séu til í heiminum og að helmingur þeirra eigi heimkynni í Amazon skóginum á landamærum Perú og Brasilíu.  Myndirnar náðust á nokkrum ferðalögum yfir Acre svæðið í Brasilíu, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

Indiánarnir gera sig líklega til að kasta spjótum á þyrluna, …
Indiánarnir gera sig líklega til að kasta spjótum á þyrluna, sem sveimar yfir. AP
Meðlimir áður óþekkts ættbálks í Amazon skóginum í Brasilíu.
Meðlimir áður óþekkts ættbálks í Amazon skóginum í Brasilíu. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert