Enn mikill eldur í kvikmyndaveri

Enn logar mikill eldur í kvikmyndaveri Universal Studios í Hollywood en um 300 slökkviliðsmenn eru þar að störfum. Nokkrar byggingar á lóð kvikmyndaversins hafa eyðilagst eða skemmst mikið, þar á meðal bygging þar sem sýning tengd risaapanum King Kong er til húsa.

Þyrlur hafa verið notaðar við slökkvistarfið í dag. Þá er lögð mikil áhersla á að hindra, að eldurinn berist í kjarr við kvikmyndaverið.

Sky sjónvarpsstöðin hefur eftir talsmanni slökkviliðs Los Angeles, að sex byggingar á lóð Universal séu alelda og hljóðver sé mikið skemmt. Eldsupptök eru ekki ljós.

Mikið af leiktjöldum, sem gerð eru úr timbri og pappír, eru í byggingunum og þar er því mikill eldsmatur. Ljóst er að götusvið, sem eru eftirlíkingar af New York og fleiri bandarískum borgum, eru ónýt. 

King Kong í forgrunni en í baksýn sést reyk leggja …
King Kong í forgrunni en í baksýn sést reyk leggja frá eldinum í kvikmyndaverinu. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert