Skothríð á kjörstað í Makedóníu

Fólk gengur fram hjá kosningaveggspjöldum í Skopje.
Fólk gengur fram hjá kosningaveggspjöldum í Skopje. Reuters

Skotið var á kjörstað í þorpi í Makedóníu þar sem Albanar búa, en þingkosningar hófust í landinu í morgun. Einnig var skotið á höfuðstöðvar flokks Albana í Skopje, höfuðborg landsins.

Strax þegar kjörstaðir voru opnaðir í morgun bárust tilkynningar um það frá nokkrum þorpum að kjörkössum hefði verið stolið eða að fjöldi útfylltra seðla hefði verið settur í kjörkassa.

Kosningabaráttan var spennuþrungin og ofbeldisverk voru nokkuð tíð. Þá voru stjórnarflokkarnir sakaðir um að undirbúa kosningasvik. .

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert