Gaf í skyn að Clinton ætli að hætta

AP

Bill Cl­int­on gaf í skyn í ræðu í dag að kona sín, Hillary, ætli að hætta bar­átt­unni við Barack Obama um út­nefn­ingu sem for­setafram­bjóðandi Demó­krata­flokks­ins. Þá herma fregn­ir að Hillary sé nú að íhuga kosti sína í stöðunni í ljósi yf­ir­gnæf­andi for­ystu Obam­as í for­val­inu.

„Ég vil einnig taka það fram, að þetta kann að vera síðasti dag­ur minn í bar­áttu sem þess­ari,“ sagði Bill á fundi með stuðnings­mönn­um Hillary í Suður-Dakóta, að því er sjón­varps­stöðvarn­ar ABC og NBC greindu frá.

„Ég hélt að ég væri hætt­ur í póli­tík, þangað til Hillary ákvað að bjóða sig fram. En það hef­ur verið mér mik­ill heiður að ferðast um og berj­ast fyr­ir út­nefn­ingu henn­ar til for­setafram­bjóðanda.“

Aðrir fjöl­miðlar greindu frá því í dag að í ljósi af­ger­andi for­ystu Obam­as í for­val­inu sé Hillary nú að íhuga hvort hún haldi bar­átt­unni áfram eft­ir að síðustu for­kosn­ing­un­um er lokið á morg­un.

Til­kynnt var að Hillary myndi halda „kosn­inga­hátíð“ í New York, en ekki í Mont­ana eða Suður-Dakóta, síðustu ríkj­un­um sem for­kosn­ing­ar fara fram í. Þá hafi starfs­fólki fram­boðs henn­ar verið sagt að koma aft­ur til New York þar sem hlut­verki þess í bar­átt­unni væri að ljúka.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert