Hert áfengislöggjöf

Bretar hyggjast herða áfengislöggjöf sína til að hindra drykkju unglinga.
Bretar hyggjast herða áfengislöggjöf sína til að hindra drykkju unglinga. mbl.is/Ómar

Bresk yf­ir­völd hyggj­ast setja ný lög til að sporna við áfeng­is­drykkju barna og ung­linga. Sam­kvæmt þeim lög­um á starfs­fólk á bör­um og sölu­stöðum áfeng­is að fara fram á að all­ir sem líta út fyr­ir a vera und­ir 21 árs aldri verði beðnir um skil­ríki.

Þeir út­sölustaðir eða bar­ir sem verða upp­vís­ir að því að selja börn­um áfengi oft­ar en tvisvar munu sæta viður­lög­um og for­eldr­ar munu fá leiðbein­ing­ar um á hvaða aldri ung­menni mega drekka og hvað þau mega drekka und­ir eft­ir­liti for­eldra.

Lög­in eru að sögn ITN frétta­stof­unn­ar hönnuð til að hindra of­drykkju ung­linga.  „Við þurf­um að breyta viðhorfi okk­ar til neyslu áfeng­is og það þurfa all­ir frá for­eldr­um, áfeng­isiðnaðar­ins til ungs fólks að taka meiri ábyrgð á þess­um mála­flokki,"

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert