Hert áfengislöggjöf

Bretar hyggjast herða áfengislöggjöf sína til að hindra drykkju unglinga.
Bretar hyggjast herða áfengislöggjöf sína til að hindra drykkju unglinga. mbl.is/Ómar

Bresk yfirvöld hyggjast setja ný lög til að sporna við áfengisdrykkju barna og unglinga. Samkvæmt þeim lögum á starfsfólk á börum og sölustöðum áfengis að fara fram á að allir sem líta út fyrir a vera undir 21 árs aldri verði beðnir um skilríki.

Þeir útsölustaðir eða barir sem verða uppvísir að því að selja börnum áfengi oftar en tvisvar munu sæta viðurlögum og foreldrar munu fá leiðbeiningar um á hvaða aldri ungmenni mega drekka og hvað þau mega drekka undir eftirliti foreldra.

Lögin eru að sögn ITN fréttastofunnar hönnuð til að hindra ofdrykkju unglinga.  „Við þurfum að breyta viðhorfi okkar til neyslu áfengis og það þurfa allir frá foreldrum, áfengisiðnaðarins til ungs fólks að taka meiri ábyrgð á þessum málaflokki,"

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert