Rasmussen fordæmir árás á danskt sendiráð

Myndir frá sprengjuárásinni í morgun.
Myndir frá sprengjuárásinni í morgun. AP

And­ers Fogh Rasmus­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, for­dæmdi í dag sjálfs­morðsárás, sem gerð var á sendi­ráð Dana í Islama­bad í Pak­ist­an í morg­un. Sagði Fogh Rasmus­sen, að árás­in væri óverj­andi og lýsti heig­uls­hætti.

Fogh Rasmus­sen sagðist hins veg­ar ekki gagn­rýna pakistönsk stjórn­völd og sagði að ekki kæmi til greina að láta danska her­menn taka yfir ör­ygg­is­gæslu við sendi­ráð. Þá yrði danskri ut­an­rík­is­stefnu ekki breytt vegna þess­ar­ar árás­ar.

Per Stig Møller, ut­an­rík­is­ráðherra Dana, sagði að mark­mið árás­ar­inn­ar hefði augjá­an­lega verið að skaða sam­band Dan­merk­ur og Pak­ist­ans. Árás­inni hefði ekki síður verið beint gegn ör­ygg­is­hags­mun­um Pak­ist­ana en Dön­um en pak­ist­ansk­ir ör­ygg­is­verðir voru meðal átta manna, sem létu lífið.

Fjór­ir Dan­ir starfa í sendi­ráðinu en þá sakaði ekki. Pak­ist­ansk­ur starfsmaður lét hins veg­ar lífið og þrír særðust.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert