Sprenging í efnafræðistofu

Á annan tug nemenda og kennari þeirra slösuðust þegar sprenging varð í efnafræðitíma í menntaskóla í borginni Göttingen í  Þýskalandi. Glerflaska, sem innihélt lítra af brennisteinssýru sprakk og sýra slettist á námsmennina. Einnig önduðu nokkrir að sér eitruðum gufum.

Skólinn var rýmdur eftir sprenginguna og allir námsmennirnir, 1100 að tölu, sendir heim.

Lögregla rannsakar nú orsakir sprengingarinnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert