Bandaríski herforinginn sem lætur af yfirstjórn aðgerða Nató í Afganistan, Dan McNeill sagði er hann afhenti öðrum bandarískum herforingja stjórnvölin að þörf væri á meiri mannafla til að berjast við Talíbana.
Isaf herliðið í Afganistan samanstendur af um 53 þúsund manna herliði frá 40 löndum en McNeil sagði við fréttavef BBC að bæði væri þörf á meiri mannaafla og búnaði.
Yfirmannaskiptin fóru fram í höfuðborginni Kabúl og tók David KcKiernan hershöfðingi við yfirstjórninni og við það tækifæri sagði forseti landsins Hamid karzai að verkefnin væru ærin og að fleiri líf myndu glatast áður en Afganistan gæti staðið á eigin fótum.