Benedikt XVI: Hungur óviðunandi

Beðið eftir hrísgrjónaúthlutun á Filippseyjum.
Beðið eftir hrísgrjónaúthlutun á Filippseyjum. Reuters

Bene­dikt XVI páfi sagði í ávarpi á mat­vælaráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna sem hófst í Róm­ar­borg á Ítal­íu í morg­un að hung­ur og vannær­ing sé óviðun­andi í heimi sem býr við næg­ar auðlind­ir. Að sögn páfa bíða millj­ón­ir um all­an heim eft­ir því að lausn finn­ist. Hvet­ur hann þjóðir heims til þess að finna lífs­nauðsyn­leg úrræði.

Á mat­vælaráðstefn­unni varaði fram­kvæmda­stjóri SÞ, Ban Ki-moon, við því að ef mæta á ört vax­andi þörf eft­ir mat­væl­um í heim­in­um verði að auka mat­væla­fram­leiðslu heims­ins um 50% fyr­ir árs­lok 2030.

Í um­fjöll­un frétta­vefjar BBC um mat­vælaráðstefn­una kem­ur fram að mat­ar­kostnaður hafi ekki verið jafn hár í þrjá­tíu og ár og í fjölda landa hafa komið til átaka vegna þessa.

Kast­ljós fjöl­miðla hef­ur ekki ein­ung­is beinst að þeim mál­efn­um sem ræða á í Róm held­ur einnig að Robert Muga­be, for­seta Zimba­bwe, sem sit­ur ráðstefn­una þrátt fyr­ir ferðabann til ríkja Evr­ópu­sam­bands­ins. Sendi­nefnd­ir Bret­lands og Ástr­al­íu hafa mót­mælt harðlega þeirri ákvörðun að heim­ila Muga­be að sitja ráðstefn­una og er talið að fjöldi sendi­nefnda muni sniðganga Muga­be á ráðstef­unni sem lýk­ur á fimmtu­dag.

Robert Mugabe við komuna á ráðstefnuna.
Robert Muga­be við kom­una á ráðstefn­una. Reu­ters
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka