Hillary Rodham Clinton mun í ræðu í kvöld viðurkenna að Barack Obama hafi hlotið nægan fjölda landsfundarfulltrúa til að tryggja sér útnefningu sem forsetaefni Demókrataflokksins, og þar með í raun játa ósigur í kapphlaupinu um útnefninguna, að því er haft er eftir fulltrúum hennar.
Clinton mun þó ekki formlega hætta þátttöku í forvali flokksins í kvöld, er hún heldur ræðu í New York. Mun hún segjast halda áfram að tjá sig um málefni á borð við heilsugæslu. En í raun og veru er kosningabaráttu hennar lokið, að sögn fulltrúanna.
Obama skortir aðeins 40 landsfundarfulltrúa af þeim 2.118 sem þarf til að tryggja útnefningu, en talið er víst að hann muni ná þeim fjölda í forkosningum sem fram fara í dag í Montana og Suður-Karólínu.