Sala á Ford F pallbílum hrundi í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, en var einhver sú mesta sem um getur á Ford Focus. Bæði Ford og General Motors ætla að draga verulega úr framleiðslu á jeppum og pallbílum, og er GM að endurskoða framleiðslu sína á Hummer-jeppum.
Ford F hefur verið mest selda bílategundin í Bandaríkjunum undanfarin þrjátíu ár. Sala á slíkum bílum í maí var 31% minni en í sama mánuði í fyrra. Í heildina hefur sala á jeppum og pallbílum hjá Ford dregist saman um 24%.
GM tilkynnti í dag um væntanlega lokun þriggja verksmiðja í Kanada, Bandaríkjunum og Mexíkó þar sem smíðaðir hafa verið jeppar og pallbílar. Svo kanna að fara að GM losi sig við framleiðsluna á Hummer-jeppum, sem hafa orðið einskonar táknmynd bensínhákanna, eða endurskoði hana rækilega.