Simbabve bannar starfsemi hjálparstofnunar

Milljónir manna í Simbabve þurfa á mataraðstoð að halda.
Milljónir manna í Simbabve þurfa á mataraðstoð að halda. Reuters

Ríkisstjórn Simbabve hefur bannað alþjóðlegri hjálparstofnun að starfa í landinu vegna meintrar samvinnu við stjórnarandstöðuna.  Á fréttavef BBC er greint frá því að starfsemi CARE International hefur verið hætt á meðan á rannsókn yfirlýsinga stjórnarinnar stendur yfir. 

Áætlað er að fjórar milljónir íbúa Simbabve þurfi á mataraðstoð að halda.  Robert Mugabe, forseti landsins, er nú staddur á matvælaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Róm, en Bretar og Ástralir hafa harðlega mótmælt komu hans.  Saka þeir Mugabe um að að vera ábyrgan fyrir því að eyðileggja efnahag landsins.  Mugabe sjálfur kennir afskiptasemi Vesturlanda og þurrkum um hungursneyð í landinu.

Seinni umferð forsetakosninga í Simbabve verða haldnar þann 27. júní. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert