Neytendasamtök í nokkrum Evrópulöndum hafa tekið höndum saman til að stöðva svindl svokallaðra sumarfrísklúbba, að því er greint er frá á fréttavef Svenska Dagbladet.
Á hverju ári ganga hundruð Svía í slíka klúbba og er þeim lofað dvöl á einhverjum af stöðum klúbbanna gegn félagsgjaldi. Sjaldan er staðið við það sem er lofað. Oft eru tekin út beint sem samsvarar hundruðum þúsunda íslenskra króna af reikningi klúbbfélaga og haldi þeir ekki áfram að greiða er þeim hótað innheimtuaðgerðum eða lögsókn.
Flestar kvartanirnar snúast um klúbba á Spáni en einnig í Taílandi, Portúgal og Ítalíu.