Hömlur bitna á fátækum

Verslunarhömlur bitna verst á þeim sem fátækastir eru.
Verslunarhömlur bitna verst á þeim sem fátækastir eru. Reuters

Forseti alþjóðabankans, Robert Zoellick fór fram á það að alþjóðlegu matvælaráðstefnunni að alþjóðlegum verslunarhömlum á matvælum yrði aflétt. Hann sagði slíkar hömlur ýta undir verðhækkanir og koma verst niður fátæklingum.

„Við þurfum alþjóðlegt átak til að fjarlægja útflutningsbann og hömlur," sagði Zoellick á blaðamannafundi á alþjóðlegri ráðstefnu matvæla og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu Þjóðanna sem nú fer fram í Róm.

„Þessar hömlur ýta undir hamstur á matvælum, hækka verðlag og skaða þá sem fátækastir eru og eiga í erfiðleikum með að fæða sig og sína," sagði Zoellick.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert