Barack Obama, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, hefur skipað þriggja manna hóp sem á að leita að heppilegu varaforsetaefni fyrir hann. Obama kveðst sannfærður um að hann geti sameinað flokkinn í kjölfar hinnar hörðu baráttu við Hillary Clinton.
Í hópnum er m.a. Caroline Kennedy, dóttir Johns F. Kennedys, fyrrverandi forseta. Að sögn samstarfsmanna Obamas hefur hópurinn þegar byrjað að safna upplýsingum um hugsanleg varaforsetaefni, en þeir nefndu þó engin nöfn.