Al-Qaeda hótar Norðmönnum

Frá vettvangi sprengjutilræðisins í Pakistan.
Frá vettvangi sprengjutilræðisins í Pakistan. AP

Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda hóta árásum á Noreg, eftir að hafa lýst sprengjutilræðinu við danska sendiráðið í Pakistan á hendur sér. Átta manns létu lífið.

Aftenposten hefur eftir bandarísku eftirlitsmiðstöðinni IntelCenter, sem fylgist með tilkynningum frá al-Qaeda, að Noregur sé í hópi þeirra landa sem leiðtogi al-Qaeda í Afganistan, Mustafa Abu al-Yazid, hótaði að ráðist yrði á vegna þess að blöð í þessum löndum hafi birt teikningar af Múhameð spámanni.

Al-Yazid sagði að tilræðið við danska sendiráðið hafi verið hefnd vegna birtingar Múhameðsteikninganna í dönskum blöðum.

IntelCenter segir, að mest sé hættan á að al-Qaeda geri árásir á Noreg, Bandaríkin og aðildarríki Evrópusambandsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert