Ástralska lögreglan hefur handtekið sjötíu manns og fjarlægt fjögur börn frá heimilum þeirra í kjölfar umfangsmiklar rannsóknar á alþjóðlegum barnaklámhring. Tuttugu manns til viðbótar hafa fengið boð um að mæta fyrir rétt í máli þessu.
Meðal hinna grunuðu eru nokkrir kennarar og lögreglumaður. Allir níutíu eru grunaðir um að hafa sótt myndir með barnaklámi á netinu. Rannsókn málsins mun hafa farið fram samtímis í 170 löndum og tilkynnti lögreglan að vænta mætti frekari handtökum í þessu viðamikla máli.
Að sögn lögreglunnar hefur hún lagt hald á þúsundir mynddiska og margar tölvur með barnaklámi. Myndirnar sýna hvernig börnum á ungbarnaaldri og upp í 18 ára aldur eru misnotuð og þeim nauðgað.