Bjóða reiðhjól og strætómiða í skiptum fyrir bensínháka

Sífellt fleiri velja að ferðast um á reiðhjólum vegna þess …
Sífellt fleiri velja að ferðast um á reiðhjólum vegna þess hve hátt verð á eldsneyti er orðið. AP

Kanadísk stjórnvöld ætla að bjóða eigendum gamalla og bensínfrekra bíla reiðhjól og strætómiða ef þeir fallast á að farga bílunum. Af þeim 18 milljónum bíla sem eru í umferð í Kanada eru um fimm milljónir frá því fyrir 1996, en það ár voru reglur um útblástur hertar.

Bílar sem framleiddir voru fyrir þann tíma menga um 19 falt meira en nýrri árgerðir, segir í tilkynningu frá stjórnvöldum í gær.

Ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Kanada hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa í raun og veru snúið baki við Kyoto-bókuninni um loftslagsbreytingar, og er nú í mun að sýna lit í umhverfisvernd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka