Embættismenn bandaríska flughersins segja af sér

T Michael Moseley, herráðsforingi, og Michael Wynne, einkaritari bandaríska flughersins.
T Michael Moseley, herráðsforingi, og Michael Wynne, einkaritari bandaríska flughersins. AP

Tveir háttsettir embættismenn innan bandaríska flughersins hafa sagt af sér eftir að bent var til þess í nýrri skýrslu að öryggismál hjá flughernum væru ekki í lagi.  Þar var bent á að meðhöndlun kjarnorkuvopna mætti fara betur.  Eitt af þeim atvikum sem skýrslan vísar til er þegar kjarnorkusprengiþræðir voru sendir til Taívans, í stað þyrlurafhlaðna.

T Michael Moseley, herráðsforingi, og Michael Wynne, einkaritari flughersins sögðu af sér og sagði Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að eftirmenn þeirra verði tilkynntir síðar, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert