Fjórir menn rændu fertugum manni af heimili hans á Rudkøbing, klipu í einn fingur hans og hótuðu að klippa hann af ef maðurinn vildi ekki verða við þeim tilmælum að taka út 5000 danskar krónur úr hraðbanka og láta þeim í té.
Samkvæmt Berlingske Tidende slepptu þeir manninum eftir að hann varð við tilmælum þeirra en lögreglan stöðvaði Fiat bifreið ræningjanna og eru þeir nú í haldi.
Ræningjarnir eru á aldrinum 24 til 37 ára.