Tyrknesk og Írönsk yfirvöld hafa staðið fyrir samhæfðum hernaðaraðgerðum gegn kúrdneskum uppreisnarmönnum í norðurhluta Íraks. Tyrkneskur herforingi tilkynnti í dag að löndin deildu með sér upplýsingum um uppreisnarmennina.
Yfirmaður landhers tyrkja, Ilker Basbug staðfesti við CNN fréttastöðina að löndin hefðu samhæft aðgerðir gegn uppreisnarmönnunum og gert skotárásir samtímis yfir landamærin.
Basbug sagði að engar slíkar aðgerðir hefu farið fram undan farna tvo mánuði.
Kúrdískir aðskilnaðarsinnar af bæði tyrkneskum og írönskum uppruna hafa leitað skjóls íraksmegin við landamæri landanna þriggja.