Stjórnarskrárdómstóll Tyrklands hefur fellt úr gildi ákvörðunar tyrkneska þingsins um að heimila konum að vera með íslamska höfuðklúta eða slæður í háskólum landsins. Í ákvörðun dómsstólsins segir að ákvörðun þingsins frá því í febrúar bryti gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar, að því er fram kemur í frétt á vef BBC.
Ríkisstjórn Tyrklands segir að bannið valdi því að mörgum konum sé synjað um rétt til náms en stjórnarflokkur landsins náði því fram á þingi í febrúar að bann við höfuðklútunum, sem sett var eftir valdarán hersins 1980, yrði afnumið þar sem það samræmdist ekki trúfrelsi og réttinum til menntunar.