Starf hjálparstofnana stöðvað

Milljónir íbúa Simbabve reiða sig á mataraðstoð hjálparsamtaka.
Milljónir íbúa Simbabve reiða sig á mataraðstoð hjálparsamtaka. Reuters

Stjórnvöld í Simbabve hafa bannað alla starfsemi erlendra hjálparstofnana í landinu um óákveðinn tíma.   Nicholas Goche, félagsmálaráðherra, sakar nokkrar stofnanir um að brjóta reglur stjórnvalda í bréfi sem ríkistjórnin sendi frá sér.  Þá saka stjórnvöld í Simbabve hjálparstofnarnir um að dreifa einungis mat til þeirra sem styðja stjórnarandstöðuna. 

Vika er liðin frá því Robert Mugave, forseti Simbabve, meinaði bresku hjálparsamtökunum Care International að starfa í landinu og sakaði hann samtökin um að vinna fyrir stjórnarandstöðuna.  Fleiri samtök segja að þau hafi þurft að takmarka starfsemi sína, sér í lagi á stöðum þar sem stjórnarandstaðan er með sterk ítök. 

Dmoinick Nutt, talsmaður Save the Children samtakanna, segir í samtali við BBC fréttastofuna að bannið muni hafa skaðleg áhrif fyrir marga.  Milljónir manna í Simbabve reiða sig á mataraðstoð hjálparstofnana.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert